Halló olíufélög

Nú ætti að vera rúmt svigrúm til lækkana, gengið styrkist og olíverð hrapar, það er bara spurning um hvaða olíufélag þorir að lækka, þau þora öll að hækka.


mbl.is Hráolían lækkaði í 118 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun

Það er greinilegt að færslan vegna Sparisjóðs Mýrarsýslu hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum því tengingin við fréttina var tekin út stuttu eftir að hún var sett inn. Sannleikurinn þoldi ekki dagsljósið.

fréttin: http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/08/01/kaupthing_med_70_prosent_eignarhlut_i_spm/

bloggið: http://hroihottur.blog.is/blog/hroihottur/


Skandall

Það er greinilegt að pólitískt ráðnir stjórnendur Borgarbyggðar hafa gert upp á bak.

Fyrir ári síðan hefði eflaust verið hægt að selja SPM fyrir álitlega upphæð ca 10-20 milljarða, sem hefði gert Borgarbyggð að ríkasta bæjarfélagi landsins per höfðatölu.  Í staðinn þá tekur Borgarbyggð kr 500 milljóna lán á síðasta ári til að auka stofnfé SPM, lánin voru tekin í erlendri mynt ekki gott mál.

Sparisjóðurinn hefur lent í erfiðum gjaldþrotamálum 2ja stórra fyrirtækja í héraðinu en þær skuldir eru líklega til komnar vegna pólitísk þrýstings, sem minnir á gamla tíma fyrirgreiðslu hjá ríkisbönkunum heitnum.

Núna á sama tíma og þetta gengur yfir hefur byggingakostnaður Menntaskóla Borgarfjarðar farið úr hófi fram, verður líklega + 350 millj, Sveitafélagið Borgarbyggð er semsagt að verða ansi skuldsett ásamt því að þeir eru að missa 80% af eign  sinni í SPM í bíttum fyrir ekki neitt.

Þess má geta að formaður stjórnar SPM er einnig varaformaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar. Þess má einnig geta að Formaður bygginganefndar Menntaskóla Borgarfjarðar er í stjórn SPM.  Pólitík og peningar fara greinilega illa saman.

Á endanum eru það íbúar Borgarbyggðar sem þurfa að tæma vasana fyrir þessa vitleysu.


mbl.is Kaupþing með 70% eignarhlut í SPM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband