5.8.2008 | 10:54
Halló olíufélög
Nú ætti að vera rúmt svigrúm til lækkana, gengið styrkist og olíverð hrapar, það er bara spurning um hvaða olíufélag þorir að lækka, þau þora öll að hækka.
![]() |
Hráolían lækkaði í 118 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2008 | 01:15
Ritskoðun
Það er greinilegt að færslan vegna Sparisjóðs Mýrarsýslu hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum því tengingin við fréttina var tekin út stuttu eftir að hún var sett inn. Sannleikurinn þoldi ekki dagsljósið.
fréttin: http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/08/01/kaupthing_med_70_prosent_eignarhlut_i_spm/
bloggið: http://hroihottur.blog.is/blog/hroihottur/
1.8.2008 | 13:08
Skandall
Það er greinilegt að pólitískt ráðnir stjórnendur Borgarbyggðar hafa gert upp á bak.
Fyrir ári síðan hefði eflaust verið hægt að selja SPM fyrir álitlega upphæð ca 10-20 milljarða, sem hefði gert Borgarbyggð að ríkasta bæjarfélagi landsins per höfðatölu. Í staðinn þá tekur Borgarbyggð kr 500 milljóna lán á síðasta ári til að auka stofnfé SPM, lánin voru tekin í erlendri mynt ekki gott mál.
Sparisjóðurinn hefur lent í erfiðum gjaldþrotamálum 2ja stórra fyrirtækja í héraðinu en þær skuldir eru líklega til komnar vegna pólitísk þrýstings, sem minnir á gamla tíma fyrirgreiðslu hjá ríkisbönkunum heitnum.
Núna á sama tíma og þetta gengur yfir hefur byggingakostnaður Menntaskóla Borgarfjarðar farið úr hófi fram, verður líklega + 350 millj, Sveitafélagið Borgarbyggð er semsagt að verða ansi skuldsett ásamt því að þeir eru að missa 80% af eign sinni í SPM í bíttum fyrir ekki neitt.
Þess má geta að formaður stjórnar SPM er einnig varaformaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar. Þess má einnig geta að Formaður bygginganefndar Menntaskóla Borgarfjarðar er í stjórn SPM. Pólitík og peningar fara greinilega illa saman.
Á endanum eru það íbúar Borgarbyggðar sem þurfa að tæma vasana fyrir þessa vitleysu.
![]() |
Kaupþing með 70% eignarhlut í SPM? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |