11.9.2008 | 21:23
Eru þessir menn hálfvitar heimsins ????
Þessi fleygu orð hér að að neðan voru látin falla þegar Baldur Guðnason hætti störfum hjá Eimskip.
Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskips:
Fyrir hönd stjórnar Eimskips þakka ég Baldri vel unnin störf í þágu hluthafa Eimskips á undanförnum árum. Undir stjórn Baldurs hefur félagið tífaldað veltu sína. Áætluð velta á árinu 2008 er tæplega 190 milljarðar króna eða 1.900 milljónir evra og arðsemi félagsins hefur aukist verulega á undanförnum árum. Eimskip er í dag öflugasta skipafélagið í flutningum innan Evrópu og stærsta kæli- og frystigeymslu fyrirtæki á heimsvísu. Ég vil óska Baldri velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Baldur Guðnason, fráfarandi forstjóri Eimskips:
Þegar ég hóf störf hjá Eimskip setti félagið sér skýr markmið, þ.e. að verða leiðandi flutningsaðili í Evrópu og að verða leiðandi aðili í geymslu á hitastýrðum afurðum á alþjóðavísu. Þessum markmiðum hefur nú verið náð og því góður tímapunktur að breyta til og takast á við önnur verkefni. Fyrirtækið er í höndunum á frábærum stjórnendum og þakka ég þeim og öllu samstarfsfólki mínu um allan heim fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum.
Frábært ekki satt...............................
![]() |
Tap Eimskips 160 milljónir evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 20:24
Lok 3ja ársfjórðungs
Jæja, þá er að styttast í lok 3ja ársfjórðungs og stóru bankarnir farnir að undirbúa jarðveginn. Gengisvísitölunni skal komið í 175 fyrir mánaðamót, það þarf að falsa hagnaðartölur bankanna með öllum ráðum. Ríkisstjórnin stendur aðgerðalaus enda undir hælnum á gjörsamlega yfirskuldsettum fjármálastofnunum, mörg stórfyrirtæki eru rjúkandi rústir vegna offjárfestinga. Ef þessi fyrirtæki sökkva þá mun hrikta svo um munar í íslenska bankakerfinu.
Hvað skyldi annars líða þessari rannsókn sem forsætisráðherra talaði svo digurbarkalega um fyrr í vor um sveiflunar á genginu.
![]() |
Gengi krónunnar aldrei lægra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 21:01
Að hætti rottunar
Gamli sparisjóðsstjórinn valdi auðveldu leiðina, semsagt að yfirgefa sökkvandi skip, enda lágu fyrir mjög svo óþægilegar spurningar vegna lánanna sem felldu SPM.
![]() |
Sparisjóðsstjóraskipti í Sparisjóði Mýrasýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 19:59
Klúður aldarinnar.
Það virðist hafa legið öll ósköpin á að afhenda ( gefa ) Kauþing Banka líkið af SPM, í raun og veru lá ekkert á. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir sínar 18.júní og hafði SPM ráðrúm næstu 6 mánuði til að rétta fleyið við. En þar sem Viðskiptaráðherra var með í smíðum úrræði fyrir Sparisjóðina þá lá gríðarlega á að hrinda þessari yfirtöku með valdi í gegn áður en þessi úrræði gengju í gegn, og það tókst með aðstoð heimskra sveitastjórnarmanna í Borgarbyggð, heimskan var þvílík að þeir trúðu að þeir væru að gera hið eina og rétta. En það er skiljanlegt því hátt hreykir heimskur sér.
Þess má geta aftur að fyrrverandi meirihluti stjórnar SPM er einnig í byggingarnefnd og stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar sem er samkvæmt heimildum kominn rúmlega 400millj fram úr kostnaðaráætlun á byggingu skólans og kunnugir segja að það sé vanáætlað.
Síðan kann þetta fólk ekki að skammast sín.
![]() |
Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 4,6 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2008 | 19:41
Minningarorð
Þá er komið að leiðarlokum í þessu dauðastríði SPM, Þessi snöggi dauðdagi hefði ekki komið til ef hæfir stjórnendur hefðu verið við stjórnvölin, það sér það hver heilvita maður að sofandahátturinn og athyglisbresturinn gekk snögglega frá SPM, það er gott að vera vitur eftir á segja stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri, en hæfir menn hefðu séð blikur á lofti áður en óveðrið skall á, stjórnendur SPM áttuðu sig ekki á neinu fyrr en óveðrið var skollið á og of seint að hlaupa í skjól það lýsir best vanhæfni og sofandahætti þeirra. Þessa stjórnunarstíls SPM verður minnst í sögubókum með FL Group og annara viðlíka óhæfuverka. Þesir menn ættu að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar.
Það er deginum ljósara að eftir ca 2-3 ár þá sjá menn þvílik skyssa samningurinn við Kaupþing var.
Sparisjóður Mýrarsýslu var að öðru leiti góð stofnun sem starfaði í 95 ár og er hennar sárt saknað. Blessuð sé minning SPM.
![]() |
Eignast meirihluta í SPM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 16.8.2008 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 08:22
Amatörar
Það er soldið merkilegt að eigið fé SPM er álitið vera 1,5 milljarðar eins og staðan er í dag. Samt sem áður er 100% hlutafé Borgarbyggðar (500 milljónir) metið inn á genginu 1. Staðan á SPM hlýtur að vera miklu verri en opinberlega hefur komið í ljós, en líklega þora stjórnendur ekki að upplýsa allan sannleikann.
En þetta er allveg samkvæmt annari speki hjá stjórnendum SPM: "þetta eru aðstæður á mörkuðum, það eru aðrir bankar út í heimi sem eiga í miklum erfiðleikum, Það eru aðrir að tapa á hlutabréfaeign, Það eru aðrar fjármálastofnanir sem lána milljarð gegn handveði í verðlausum hlutabréfum."
Ef heimilin í landinu tækju upp speki stjórnenda SPM þá væru öll heimili landsins gjaldþrota.
En hver ber svo ábyrgðina á allri vitleysunni ? Það eru ekki stjórnendurnir, þeir hafa enga ábyrgð axlað. Þeir sem axla ábyrgðina eru íbúar Borgarbyggðar sem tapa ca 5 milljónum á hverja fjölskyldu.
![]() |
Tillagan samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 00:35
Kistulagningin búin
Jæja, þá er kistulagning SPM búinn, en útförin fer fram á morgun þegar fulltrúaráð Borgarbyggðar samþykkir yfirtöku Kaupþings, blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að kaupa bréf í Exista.
![]() |
Fjölmenni á íbúafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2008 | 13:09
Sorglegt mál
Hvað hefur verið í gangi hjá Stjórn og stjórnendum SPM ?
Þetta dæmi er að verða svakalegra með hverjum deginum, nú er að koma í ljós að Sparisjóðurinn lánaði 1000 þúsund milljónir króna til ca 12-15 einstaklinga til kaupa á hlutabréfum í Icebank s.l. haust. Nú er fjármálaeftirlitið að krefjast þess að þetta fé verði afskrifað, hverjir eru þessir einstaklingar?
Einnig er Sparisjóðurinn hugsanlega að fá á sig lögreglurannsókn vegna gruns um fjandsamlega ( væntanlega ólöglega ) yfirtöku á Sparisjóði Skagafjarðar.
Ég vil minna á að Sparisjóðurinn á sig ekki sjálfur og hann er ekki eign stjórnar eða misvitura pólitíkusa, Sparisjóðurinn er eign allra íbúa Borgarbyggðar. Það má segja að eignahlutur í SPM hjá hverri fjölskyldu í Borgarbyggð hafi verið um kr 5 millj. um sl. Áramót. Þetta andvirði er væntanlega ca 500 þús kr á hverja fjölskyldu í dag, 90% rýrnun. Góð ávöxtun eða hvað ?
![]() |
Sparisjóður Mýrasýslu tapaði 4,6 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2008 | 12:10
Allir undir kjararáð
Nú verður almenningur bara að setja þá kröfu að öll stéttarfélög verði lögð niður og allir samningar fari í gegnum kjararáð, Hinn almenni launþegi gæti átt vona á ca 100% hækkun ef það tækist :)
![]() |
Laun forstjóra Landspítala hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 18:57
Púkarnir á fjósbitanum
![]() |
Stjórnendur Kaupþings kaupa bréf af bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |