Ekkert að marka þessar greiningardeildir

Ég held að það sé lýðnum ljóst að bankarnir geta sparað stórfé og sagt upp öllum starfsmönnum í svokölluðum greiningardeildum, greiningardeildin í hausnum á mér segir að þetta greiningarfólk viti nákvæmlega ekkert í sinn haus.
mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála. Reyndar gera allir sér ljóst að komi ekki eitthvað mikið til skjalanna, heldur krónan áfram að falla með sívaxandi hraða. Gengisvísitalan verður vafalaust komin í 300 stig um áramót eða meira. Vaxtalækkun? Ekki meðan öndin blaktir í nösunum á ónefndum! Verðbólgan verður meiri ef eitthvað á næsta ári en á þessu. Svo eru allir samningar lausir, ríkisstarfsmenn hafa hreðjatak á þjóðlífinu og stöðva allt ef ekki verður gengið að þeirra kröfum, ekki lækka skattarnir við það. Atvinnuleysi fer yfir 10% fyrir apríllok 2009 og ekki verður samningsstaða fólks á almenna markaðnum sterk við það. Nú vantar Einar Odd og Gvend Jaka til að taka ráðin af stjórnmálaliðinu. Ein þeir eru því miður ekki til staðar í dag og arftakar þeirra tómar heybrækur.

Litli karlinn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband