17.9.2008 | 11:09
Krónan leiksoppur bankanna
Það sagði mér einn verðbréfamiðlari sem vinnur í einum af stóru bönkunum að í raun og veru væri mikið yfirskot á gengisvísitölunni, rétt mat á krónunni væri miðað við markaði í daq ca 140.
Sami aðili viðurkenndi það að stóru bankarnir hefðu krónuna í vasanum og það að halda gengisvísitölunni uppi væri með vilja gert og hann sagði einnig að seðlabankinn hefði enga getu til að verja krónuna, viðskiptabankarnir væru orðnir það stórir.
Þetta er algjörlega siðlaust, en í raun eru bankarnir bara að verja eignarhlutfallið sitt.
![]() |
Litlar breytingar á gengi krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Jamm, og pólitískar eignir bankanna vilja að hið opinbera taki hundruði milljarða að láni til að "efla gjaldeyrisforðann" les:til að tapa þeim fjármunum í hendur bankanna.
Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 11:17
Þetta er náttúrulega hægt að loka á með því að afnema verðtryggingu.
Þá myndu afborganir ekki hækka í takt við gengisfellingu sem skapar verðbólgu, þá væri bara game over. ef gengið færi á flakk og þeir þyrftu að standa saman um að styrkja gengið. Ef skilgreining þín er rétt.
Ég skilgreini þetta hinsvega að bankarnir séu að tryggja starfsemi sína með því að hafa ákveðið hlutfall af eiginfé í erlendum gjaldmiðlum, td. er Kaupþing aðeins 33% íslenskur banki, og Glitnir er 50% Íslenskur og 50% Norskur og fleira. Þeir eru bara ein leikmaður á markaði, reyndar stór en hver hugsar bara um sig, þannig viðhelst kerfið
Varðandi Baldur, þá er það rétt að fljótandi gengi er komið með sama vandamál og fast gengi, þegar spákaupmenn gera árás þá þarf seðlabankinn að blæða. Þess vegna á seðlabankinn ekki að bjarga þessu með neinum skyndilausnum, það þarf bara að veikja krónuna stundum til að efla útflutning og minnka innflutning af peningum og bílum og fleira.
Johnny Bravo, 17.9.2008 kl. 11:23
Johnny, gengisfall er vissulega gott fyrir útflutninginn en hækkar líka erlend aðföng hans.
Við lifum aðallega á innfluttum varningi og því er ýmiskonar starfsemi í kringum það afar mikilvæg fyrir vinnumarkaðinn. Það er ekki víst að þeir sem missa vinnuna í verslunum, heildsölum, flutningafyrirtækjum og alls konar miðlunum í kringum innflutning, fari endilega beint í slorið þegar gengisfallið og almenn kjaraskerðing sem því fylgir draga úr neyslu innflutta varningsins.
Heimurinn er sem heild að drukkna í offramleiðslugetu enda bæði rosaleg framleiðnibylgja í gangi og vinnuafl Asíu óþrjótandi. Við getum ekkert keppt við þær maskínur, jafnvel þó gengið félli um 100% í viðbót. Við getum aðeins selt raforku á útsölu úr vonlausum sovétvirkjunum til álverksmiðja sem útlendingar eiga. Jú og selt fisk sem er gott og blessað svo langt sem það nær. Hins vegar þarf einhvern veginn að veita sirka 180 þúsund manns atvinnu í hagkerfi þessu og þegar mest öll framleiðsla og iðnaður eru fyrir löngu komin til Kína þarf ekki að koma á óvart að núna á árinu 2008 stöndum við uppi með strandaða skuldapappíraframleiðslu, eignabólur sem hjaðna hratt og gjaldþrota ríkissjóð og seðlabanka.
Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 11:54
Ekki vera með þessa vitleysu Baldur, öll fyrirtæki og stofnanir eru með starfsmannakostnað um 40-60% aðföng eru svo 40-60% af kostnaði salan dekkar þetta svo allt saman. Ef 50% af kostnaðnum hækkar um 100% og salan hækkar um 100% endar þú þá ekki með 150% í kostnað og 200% í sölu?
Þú gleymir að við erum með höfuðstöðvar fyrir banka erlendis, lyfjafyrirtæki, hugbúnað, ferðaiðnað útflutning raforku í gegnum ál eða með sæstreng og verkfræðistofuvinna hugsanlega í vegna raforkuframleiðslu erlendis og ýmislegt fleira, ekki tala eins og við kunnum ekkert og getum ekkert, hámentaða þjóð.
Svo erum við með helling af erlendum nemum sem eru bæði túristar og háskólinn fær greitt fyrir þá, ef við einkavæddum heilbrigðiskerfið þá gætum við selt heilbrigðisþjónustu.
Við gætum hugsanlega keppt við ýmis iðnaðarvöru ef við hefðum ekki okurtolla á mat og værum að eyða fólki í að framleiða hann og lækkuðum skatta og myndum byggja upp atvinnuvegi sem borguðu sig en væru ekki baggi á öðrum atvinnuvegum.
Johnny Bravo, 17.9.2008 kl. 14:25
Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir. Það hefur ítrekað komið fram hjá Seðlabankanum, að 80% viðskipta með íslensku krónuna sé á milli íslensku bankanna.
En hafði þið tekið eftir því að fall krónunnar frá áramótum er hátt í 50%. Þetta er náttúrulega algjört bull og sýnir hve handónýt núvernandi peningamálastefna er og vanmáttugur Seðlabankinn er.
Ég myndi þiggja vísitölu upp á 140 núna.
Marinó G. Njálsson, 17.9.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.