11.9.2008 | 22:46
Árni Matt ! Hypjaðu þig í burtu.
Það er á hreinu að sjálfstæðismenn eru að gera upp á bak í þessu máli, ég mun ekki kjósa þessi hirðfífl aftur.
![]() |
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Rólegur Robyn, það eru tveir flokkarí ríkisstjórn. Hef ekki heyrt mikið pepp frá fólki eins og Þórunni Sveinbjarnar, Ingibjörgu Sólrúnu eða Jóhönnu Sigurðardóttur í þessum viðræðum. þær virðast ekki hafa mikla skoðun á málunum.
Jóhanna var vægast sagt skömmustuleg þegar hún fékk þær fréttir að launamunur kynjanna hefði vaxið gríðarlega síðasta árið. Maður hélt nú að þessir forstjórar (sem eru 90% karlar) á "ofurlaunum" og hafa verið að taka gríðarlegt launacut á síðustu mánuðum myndu kannski færa konurnar nær körlum í launum. Hvað gerist? Launamunur eykst.
Allt það fagra Ísland sem samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar er bara tómt píp. Sjálfstæðisflokkurinn er að fara illa út úr þessu samstarfi. Er þegar búinn að missa milli 15-20% af fylginu í síðustu kosningum. Samfylking er hins vegar búin að bæta við sig einhverjum 20% á sama tíma.
Árni Matt er að spila alveg gríðarlega lélegt PR þessa dagana. Það er Geir Haarde líka að gera. Þeir eru að tæta fylgið utan af flokknum.
Líklega mætir Geir í Silfur Egils á sunnudaginn jafn úrillur og viðskotaillur og hann hefur verið undanfarið.
Þessi ríkisstjórn getur ekki lifað mikið lengur.
joi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:05
Þetta er mjög rétt, XD er á síðasta snúning bæði í ríkisstjórn og í borgarmálum, það þarf gríðarlegt kraftaverk til að bjarga XD flokknum frá drukknun, en er ekki kominn tími á að hvíla frjálshyggjuna og taka upp kommann að hálfu leyti aftur, ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir fyrir allt þetta frjálsræði sem hrunið hefur yfir okkur í valdatíð XD.
Hrói Höttur, 11.9.2008 kl. 23:25
já hann á sko að hypja sig
Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.