9.9.2008 | 20:24
Lok 3ja ársfjórðungs
Jæja, þá er að styttast í lok 3ja ársfjórðungs og stóru bankarnir farnir að undirbúa jarðveginn. Gengisvísitölunni skal komið í 175 fyrir mánaðamót, það þarf að falsa hagnaðartölur bankanna með öllum ráðum. Ríkisstjórnin stendur aðgerðalaus enda undir hælnum á gjörsamlega yfirskuldsettum fjármálastofnunum, mörg stórfyrirtæki eru rjúkandi rústir vegna offjárfestinga. Ef þessi fyrirtæki sökkva þá mun hrikta svo um munar í íslenska bankakerfinu.
Hvað skyldi annars líða þessari rannsókn sem forsætisráðherra talaði svo digurbarkalega um fyrr í vor um sveiflunar á genginu.
![]() |
Gengi krónunnar aldrei lægra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Vel athugað.
Hrannar Baldursson, 9.9.2008 kl. 20:43
Réttmæt athugasemd. Þessar bankastofnanir eru algjörlega siðlausar þegar kemur að hagnaði og gróða og á meðan blæðir almenningur sem tók erlend lán að ráðgjöf þessara sömu stofnanna. Allt gert til að fresta timburmönnunum á kostnað almennings.......þetta er afrakstur einkavæðingar bankanna.......skammist ykkar!
Jóhann Ólafsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.