Minningarorð

Þá er komið að leiðarlokum í þessu dauðastríði SPM, Þessi snöggi dauðdagi hefði ekki komið til ef hæfir stjórnendur hefðu verið við stjórnvölin, það sér það hver heilvita maður að sofandahátturinn og athyglisbresturinn gekk snögglega frá SPM, það er gott að vera vitur eftir á segja stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri, en hæfir menn hefðu séð blikur á lofti áður en óveðrið skall á, stjórnendur SPM áttuðu sig ekki á neinu fyrr en óveðrið var skollið á og of seint að hlaupa í skjól það lýsir best vanhæfni og sofandahætti þeirra.  Þessa stjórnunarstíls SPM verður minnst í sögubókum með FL Group og annara viðlíka óhæfuverka. Þesir menn ættu að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar.

Það er deginum ljósara að eftir ca 2-3 ár þá sjá menn þvílik skyssa samningurinn við Kaupþing var.

Sparisjóður Mýrarsýslu var að öðru leiti góð stofnun sem starfaði í 95 ár og er hennar sárt saknað. Blessuð sé minning SPM.


mbl.is Eignast meirihluta í SPM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband