Amatörar

Það er soldið merkilegt að eigið fé SPM er álitið vera 1,5 milljarðar eins og staðan er í dag.  Samt sem áður er 100% hlutafé Borgarbyggðar (500 milljónir) metið inn á genginu 1.  Staðan á SPM hlýtur að vera miklu verri en opinberlega hefur komið í ljós, en líklega þora stjórnendur ekki að upplýsa allan sannleikann.

En þetta er allveg samkvæmt annari speki hjá stjórnendum SPM:  "þetta eru aðstæður á mörkuðum, það eru aðrir bankar út í heimi sem eiga í miklum erfiðleikum,  Það eru aðrir að tapa á hlutabréfaeign,  Það eru aðrar fjármálastofnanir sem lána milljarð gegn handveði í verðlausum hlutabréfum."

Ef heimilin í landinu tækju upp speki stjórnenda SPM þá væru öll heimili landsins gjaldþrota.

En hver ber svo ábyrgðina á allri vitleysunni ?  Það eru ekki stjórnendurnir, þeir hafa enga ábyrgð axlað. Þeir sem axla ábyrgðina eru  íbúar Borgarbyggðar sem tapa ca 5 milljónum á hverja fjölskyldu.


mbl.is Tillagan samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband