13.8.2008 | 13:09
Sorglegt mál
Hvað hefur verið í gangi hjá Stjórn og stjórnendum SPM ?
Þetta dæmi er að verða svakalegra með hverjum deginum, nú er að koma í ljós að Sparisjóðurinn lánaði 1000 þúsund milljónir króna til ca 12-15 einstaklinga til kaupa á hlutabréfum í Icebank s.l. haust. Nú er fjármálaeftirlitið að krefjast þess að þetta fé verði afskrifað, hverjir eru þessir einstaklingar?
Einnig er Sparisjóðurinn hugsanlega að fá á sig lögreglurannsókn vegna gruns um fjandsamlega ( væntanlega ólöglega ) yfirtöku á Sparisjóði Skagafjarðar.
Ég vil minna á að Sparisjóðurinn á sig ekki sjálfur og hann er ekki eign stjórnar eða misvitura pólitíkusa, Sparisjóðurinn er eign allra íbúa Borgarbyggðar. Það má segja að eignahlutur í SPM hjá hverri fjölskyldu í Borgarbyggð hafi verið um kr 5 millj. um sl. Áramót. Þetta andvirði er væntanlega ca 500 þús kr á hverja fjölskyldu í dag, 90% rýrnun. Góð ávöxtun eða hvað ?
![]() |
Sparisjóður Mýrasýslu tapaði 4,6 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.