1.8.2008 | 13:08
Skandall
Það er greinilegt að pólitískt ráðnir stjórnendur Borgarbyggðar hafa gert upp á bak.
Fyrir ári síðan hefði eflaust verið hægt að selja SPM fyrir álitlega upphæð ca 10-20 milljarða, sem hefði gert Borgarbyggð að ríkasta bæjarfélagi landsins per höfðatölu. Í staðinn þá tekur Borgarbyggð kr 500 milljóna lán á síðasta ári til að auka stofnfé SPM, lánin voru tekin í erlendri mynt ekki gott mál.
Sparisjóðurinn hefur lent í erfiðum gjaldþrotamálum 2ja stórra fyrirtækja í héraðinu en þær skuldir eru líklega til komnar vegna pólitísk þrýstings, sem minnir á gamla tíma fyrirgreiðslu hjá ríkisbönkunum heitnum.
Núna á sama tíma og þetta gengur yfir hefur byggingakostnaður Menntaskóla Borgarfjarðar farið úr hófi fram, verður líklega + 350 millj, Sveitafélagið Borgarbyggð er semsagt að verða ansi skuldsett ásamt því að þeir eru að missa 80% af eign sinni í SPM í bíttum fyrir ekki neitt.
Þess má geta að formaður stjórnar SPM er einnig varaformaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar. Þess má einnig geta að Formaður bygginganefndar Menntaskóla Borgarfjarðar er í stjórn SPM. Pólitík og peningar fara greinilega illa saman.
Á endanum eru það íbúar Borgarbyggðar sem þurfa að tæma vasana fyrir þessa vitleysu.
![]() |
Kaupþing með 70% eignarhlut í SPM? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki flókið að sjá það núna að það hefði borgað sig að selja öll bréf í fjármálastofnunum fyrir ári.
Þetta er svo borðleggjandi dæmi núna en gallin er að það var það ekki þá.
Landfari, 1.8.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.